Boðhlaup söngvaskálda

Þáttur: Ísland vaknar
Dagsetning: þri. 30. sep. 2025
Lengd: 7 mín., 31 sek.
Lýsing:

Magnús Jóhann & Sverrir Páll sögðu okkur frá mögnuðum tónleikum!

Boðhlaup söngvaskálda fer fram með þeim hætti að eitt söngvaskáld (singer-songwriter) semur lag sem næsta söngvaskáld í boðhlaupinu flytur. Flytjandinn semur svo eitt lag fyrir þann næsta í röðinni og svo koll af kolli. Þátttakendur geta ýmist flutt lagið einir og óstuddir eða nýtt sér hljómsveit sem einnig verður á sviðinu. Reglur boðhlaupsins kveða hins vegar á um að höfundur lagsins megi ekki taka þátt í flutningi þess. Með þessum hætti er m.a. rannsakað hvar höfundareinkenni liggja í undirspili höfundar og hvernig einkenni flytjandans komast til skila við flutninginn.

Við rásmarkið í ár eru Jón Jónsson, Mugison, Bríet, KK, Elín Hall, Bjarni Daníel, GDRN og Una Torfa. Þau munu taka af stað í Norðurljósasal Hörpu, þriðjudagskvöldið 7. október kl 20 og láta keflið ganga þar til þau verða komin í hring. Boðhlaup söngvaskálda er upphafsatriði State of the Art hátíðarinnar sem fer fram dagana 7.-12. október 2025 víðsvegur á höfuðborgarsvæðinu. Hægt að er að næla sér í miða á staka viðburði, sem og hátíðarpassa sem veitir aðgang að öllum viðburðum.

Veldu frelsi