menu button
Ísland vaknar Ísland vaknar Ísland vaknar

Alla virka daga milli 6:45 og 9

Ísland vaknar

Logi, Rikka og Rúnar vakna með þér alla virka morgna. Loga Bergmann þarf vart að kynna en hann er einn reyndasti fjölmiðlamaður sem Ísland hefur alið og að auki landsþekktur prakkari. Rikka hefur undanfarin ár skrifað fjöldann allan af matreiðslubókum og komið að fjölbreyttu sjónvarpsefni en hefur nú undið kvæði sínu í kross og þreytir frumraun sína í útvarpi. Rúnar Freyr er menntaður leikari en hefur starfað við fjölmiðla síðustu árin, m.a. við dagskrárgerð í sjónvarpi og útvarpi. Ísland vaknar er á dagskrá K100 frá klukkan 6.45 til 9.00 alla virka daga. Sigríður Elva flytur traustar fréttir frá ritstjórn Morgunblaðsins og mbl.is.

Hlustaðu eða horfðu á K100 fm 100,5, K100.is, mbl.is eða á rás 9 á Sjónvarpi Símans. Finndu upptökur úr þáttunum, heila þætti og vel valdar hljóðklippur á k100.is.

Velja brot hljóðnemi Velja þátt hljóðnemi