Ert þú með nýtt íslenskt lag sem þig langar að koma á framfæri? Þá ertu á réttum stað ... Íslenskri tónlist verður gert enn hærra undir höfði á K100 í þættinum hjá Heiðari Austmann sem er virk kvöld milli kl. 18.00 - 22.00. Í þættinum tekur Heiðar fyrir ný íslensk lög og kynnir þau hlustendum K100 og þá skiptir ekki máli hvort þau eru frá ungu og upprennandi tónlistarfólki eða tónlistarfólki sem hefur verið lengur í bransanum. Öll íslensk tónlist á heima á K100, ef þú ert með lag vill Heiðar heyra það ... Passaðu að skráin sem þú sendir okkur sé í miklum gæðum, helst .wav. Fylltu öll formin út og smelltu svo á senda. Það er ekki skylda að hafa IRSC-kóða með innsendum lögum en við mælum með að lagahöfundar nái sér í slíkan kóða fyrir lögin sín. Hægt er að fá frekari upplýsingar um það á heimasíðunni hljodrit.is
Hlustaðu eða horfðu á K100 fm 100,5, K100.is, mbl.is eða á rás 9 á Sjónvarpi Símans. Finndu upptökur úr þáttunum, heila þætti og vel valdar hljóðklippur á k100.is.
| Klara Einars gerir sig klára fyrir jólin (7.11.2025) — 00:05:56 | |
| Hvað vissir þú ekki um hitt kynið áður en sambúð hófst? (7.11.2025) — 00:05:53 | |
| Segir þú makanum hvað varan kostaði? (7.11.2025) — 00:02:48 | |
| Gugga Lísa - Engillinn minn (6.11.2025) — 00:04:56 |