menu button
 
Ingileif ásamt unnustu sinni Maríu Rut Kristinsdóttur.
Viðtöl

Samdi lagið í sturtunni

Fjölmiðlakonan og laganeminn Ingileif Friðriksdóttir sendi frá sér í dag sitt fyrsta lag sem nefnist „At last“. Ingileif hefur lítinn sem engan bakgrunn úr tónlist en þetta er fyrsta lagið sem hún semur. Nánar »

Valdís Gunnarsdóttir útvarpskona lést undir lok ársins 2013.
Viðtöl

Valdís var drottning útvarpsins

Valdís Gunnarsdóttir innleiddi rómantík í íslenskt útvarp, segir Jón Axel Ólafsson sem vann með Valdísi um árabil. „Hún hafði sínar sérstöku skoðanir á hlutunum og var ekkert að fela það,“ sagði Jón í spjalli við Huldu og Hvata á K100 í tilefni Valentínusardagsins. Nánar »

Eyjamenn velta þessa dagana fyrir sér nafni á nýrri ferju og á Bolludag stóð bakarí í Eyjum fyrir skemmtilegri nafnakosningu.
Viðtöl

Herjólfur vinsælli en Vilborg

Fjörugar umræður urðu meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að netmiðillinn Eyjar.net birti vangaveltur um að ónafngreindir ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. Eyjabakarí ákvað að taka óformlega stöðuna á málinu með heimamönnum. Nánar »

Fréttir

Ekki fyrir alla að eiga hund

Þórhildur Bjartmarz, fyrrverandi formaður Hundaræktarfélags Íslands og hundaþjálfari, bendir á að það sé binding til um það bil 15 ára að eignast hund. Þessari bindingu fylgir mikil ábyrgð. Sumir hundar þurfa mikla útiveru á meðan aðrir þarfnast fyrst og fremst félagsskapar. Nánar »

Fréttir

Varar við ofneyslu saltkjöts

Í dag er sprengidagur og fjölmargir Íslendingar halda upp á daginn með því að borða saltkjöt og baunir. Gunnar Geir Markússon næringarfræðingur varar fólk við ofneyslu saltkjöts og sérstaklega þá sem eru með of háan blóðþrýsting. Nánar »

Eiður Arnarson og Þór Breiðfjörð vinna nú í því að koma vinsælasta söngleik í heimi á svið. Um 100 manna uppfærsla einsöngvara, leikara, kórs, dansara og hljómsveitarinnar SinfoniaNord undir stjórn Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar.
Viðtöl

Óperudraugurinn á svið í Hörpu

Meira en 130 milljónir áhorfenda hafa séð vinsælasta söngleik í heimi og nú er komið að því að setja Phantom of The Opera á svið í Hörpu í lok febrúar. Af því tilefni kíktu Eiður Arnarsson, aðstandandi verksins, og Þór Breiðfjörð, sem fer með aðalhlutverk sýningarinnar, í spjall í sídegisþáttinn á K100. Nánar »

Svala mun gefa út nýtt efni undir eigin nafni á árinu.
Viðtöl

Verður heima í mars

Svala Björgvins og Einar Egilisson koma í fyrsta skipti opinberlega fram undir nafninu BLISSFUL á Sonar í mars. Nánar »

Fréttir

„Börn þurfa að vinna betur saman.“

Arndís Klara Hrannarsdóttir er 9 ára stúlka sem hugsar mikið um lífið og tilveruna, samskipti barna og hvað við þurfum að gera til að ná árangri í lífinu. Nánar »

Tara semur lögin sín sjálf og þá yfirleitt á píanó eða ukulele.
Viðtöl

„Ég vil meina að þetta sé svona píkupopp“

Hin 19 ára gamla Tara Sóley eða Tara Mobee eins og hún kallar sig er að feta sín fyrstu spor í tónlistarbransanum. Nánar »

Viðtöl

Þekktur í Minnesota eftir leikinn

Stefán Sæbjörnsson var einn vígalegu víkinganna sem birtust í auglýsingu Dodge RAM-bílaframleiðandans í leikhléi Ofurskálarinnar, úrslitaleik ameríska fótboltans. Verkefnið tók nokkur ár og leikstjórinn var hinn frægi Joe Pytka, sem unnið hefur með stjórstjörnum á borð við Michael Jackson og Bítlana. Nánar »

Gamlar auglýsingar á VHS-spólum fundust í kjallara auglýsingastofunnar Hvíta hússins. Þau hafa nú yfirfært þær á rafrænt form og birta til gamans á Facebook-síðu sinni.
Viðtöl

Fundu gamlar auglýsingar á VHS-spólum

Að undanförnu hefur Hvíta húsið birt gamlar auglýsingar, allt frá sjöunda áratugnum, á Facebook-síðu sinni. Margir hafa haft gaman af og er nú verið að hafa uppi á einstaklingum sem áður léku í auglýsingunum. Nánar »

Sirrý Arnardóttir og nemendur hennar í fjölmiðlafærni við háskólann á Bifröst.
Viðtöl

„Ég datt út þegar þú fórst að tala um krem“

Sirrý Arnardóttir mætti með hóp nemenda sinna í fjölmiðlafærni við háskólann á Bifröst í Magasínið á K100. Í léttu spjalli um námið og heimsókn nemendanna í hljóð- og myndver sló Hvati Sirrý út af laginu með óvæntri spurningu. Nánar »

Erna Gísladóttir, forstjóri BL, hlaut FKA-viðurkenninguna 2018.
Viðtöl

Hefur gert allt nema gera við bílana

Erna Gísladóttir, forstjóri BL, hlaut FKA-viðurkenninguna 2018. Erna hefur komið að flestum störfum hjá BL nema viðgerðum á bílum. Hún segir að bílasala nú sé á svipuðu róli og árið 2005. Nánar »

Viðtöl

Stelpur oft hræddari við að gera mistök en strákar

Sjálfsmynd stelpna er grunnurinn að því að þær móttaki það sem samfélagið býður upp á hverju sinni. Nánar »

Stelpurnar í hljómsveitinni Míó Tríó kíktu í Magasínið á K100 til að segja frá nýju lagi.
Viðtöl

Míó Tríó gefur út Jackson-lag

Þær Hrafnhildur, Gígja Marín og Gunnhildur Fríða skipa hljómsveitina Míó Tríó úr Hveragerði. Þær eru á aldrinum þrettán til fimmtán ára og á dögunum gáfu þær út eigin útgáfu lagsins „Man In The Mirror“ með Michael Jackson, en fyrsta lag sveitarinnar kom út í fyrra og heitir „Förum í sumarfrí“. Nánar »

Greta Salome Stefánsdóttir var að gefa út lagið Wildfire  sem er jafnframt lokalag myndarinnar um Lóa, sem verður frum­sýnd  2. fe­brú­ar og er talin dýrasta teiknimynd sem gerð hefur verið hérlendis.
Viðtöl

Lóan „sömpluð“ í nýjasta laginu

Það skort­ir ekki verk­efni hjá söngkonunni Gretu Salóme sem var að gefa út lagið Wild­fire, sem teng­ist ís­lensku mynd­inni Lói. Hún er einnig með lag í bresku Eurovisi­on-keppn­inni, auk þess sem hún er nú að und­ir­búa og setja upp sön­gleik­ina Moul­in Rou­ge og Phantom of the Opera. Nánar »

Eva María Lange hjá ferðaskrifstofunni Pink Iceland og Skapti Örn Ólafsson frá SAF ræddu markaðsmál lítilla og meðalstórra fyrirtækja í tilefni af þinginu Litla-Ísland.
Viðtöl

Minni fyrirtæki deila reynslusögum

Eva María Lange, stofnandi og eigandi Pink Iceland, og Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar, ræddu markaðsmál lítilla og meðalstórra fyrirtækja í tilefni af smáþinginu Litla-Ísland sem fram fer í dag. Streymt verður frá fundinum á mbl.is og hefst fundurinn kl. 15. Nánar »

Í tilefni af Geðheilbrigðisviku Háskólans í Reykjavík var rætt við forstöðumann Sálfræðisviðs skólans um sálræn og félagsleg áhrif snjalltækja, samfélagsmiðla og tölvuleikja.
Viðtöl

Skortir rafrænan útivistartíma?

Líður ungu fólki verr nú en áður? Er það samfélagsmiðlum um að kenna að geðheilsu virðist hafa farið hrakandi á undanförnum árum meðal ungs fólks á Íslandi? Getur verið að svefninn sé undirrót þess vanda að um þriðjungur háskólanema hér á landi mælist með þunglyndi. Nánar »

Hljómsveitin Albatross á eitt vinsælasta lag landsins um þessar mundir en hér dansar bandið ásamt vel völdum í myndbandinu við nýjasta lag hljómsveitarinnar.
Viðtöl

„Ég ætla að skemmta mér“

Hressilegt myndband við lagið „Ég ætla að skemmta mér“ með hljómsveitinni Albatross hefur heldur betur slegið í gegn. Lagið nýtur og mikilla vinsælda um þessar mundir á K100. Sverrir Bergmann sagði frá sögunni á bak við myndbandið í Magasíninu. Nánar »

Fjölmiðlafólkið Friðrika Geirsdóttir, eða Rikka og Gulli Helga fóru yfir það helsta í liðinni viku í útvarpsþættinum Magasínið.
Viðtöl

„Ekki fréttir“ um gönguskíði

Gönguskíði, sögusagnir um framboð Gulla í borginn fyrir Sjálfstæðismenn og annað tengt því helsta í liðinni viku var rætt í Magasíninu í dag með fjölmiðlafólkinu Rikku og Gulla Helga. Nánar »