Gúrkutíð er mánaðarleg spunasýning í Tjarnarbíó

Þáttur: Skemmtilegri leiðin heim
Dagsetning: fim. 28. ágú. 2025
Lengd: 6 mín., 21 sek.
Lýsing:

Rebekka Magnúsdóttir og Stefán Gunnlaugur spunaleikarar heimsóttu síðdegisþáttinn en næstkomandi sunnudag, 31. ágúst frumsýnir spunasýningin Gúrkutíð í Tjarnarbíó. Sýningin verður einu sinni í mánuði á síðasta sunnudegi hvers mánaðar þar sem farið verður yfir fréttir mánaðarins, og spuni unninn upp úr fyrirsögnum, fréttainnskotum og öllu sem kom fyrir í íslenskum fjölmiðlum þann mánuðinn. Meðal fyrirmyndanna sem hópurinn leitar í eru þættir eins og Saturday Night Live, Whose line is it anyway, og að sjálfsögðu áramótaskaupið, enda má segja að sýningin sé nokkurs konar mánaðarskaup. 

Stefán og Rebekka fóru á kostum í viðtalinu og sýndu dæmi um hvernig svona spunasýning fer fram.

Í loftinu núna
Endalaus tónlist

Veldu frelsi