14:00
Í loftinu: Ásgeir
16:00
Í spilun
Næst

Brjáluð við Amazon eftir stórfurðuleg vinnubrögð

Flestir eru sammála um að það sé frekar augljóst að þarna býr ekki nokkur maður.

Brjáluð við Amazon eftir stórfurðuleg vinnubrögð
Mandy Moore og tengdaforeldrar hennar misstu húsin sín í gróðureldunum í Los Angeles í síðasta mánuði. Hún er afar ósátt við vinnubrögð Amazon sem skildu pakka eftir við rústirnar af húsi tengdaforelda hennar.Samsett mynd/AFP/Instagram

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Leikkonan Mandy Moore er ekki ánægð með Amazon þessa daganna. 

Mandy birti á instagram mynd af Amazon-pakka sem var staðsettur á grunni húss sem var brunnið niður. 

 

Í texta skrifaði hún „Amazon, þið hljótið að geta gert betur en þetta". Síðan útskýrði hún að þetta hefði verið fyrrum heimili tengdaforeldra hennar, en augljóslega var húsið brunnið til kaldra kola eftir eldana sem geysuðu í Los Angeles fyrir stuttu síðan. 

 

Það er einstaklega skrýtið að Amazon sendill hafi í alvöru ekki staldrað aðeins við og velt því fyrir sér hvort að þetta væri í alvöru málið. Að skilja pakkann svona eftir.

Amazon hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma þessi vinnubrögð.

Einnig segjast þeir hafa sent skilaboð beint til Mandy og beðið hana afsökunar.

View this post on Instagram

A post shared by Mandy Moore (@mandymooremm)

 

Mandy missti einnig heimilið sitt eins og svo margir aðrir, en tugþúsunda heimila brunnu til kaldra kola. 

Ég segi eins og Mandy:

„Amazon, gerðu betur“ (e. „Amazon, do better.“)

Mbl.is