10:00
Í loftinu: Kristín Sif.
14:00
Í spilun
Næst

Næstum búinn að æla af stressi yfir uppátækjum Cruise

Margir eru spenntir yfir væntanlegri framhaldsmynd.

Næstum búinn að æla af stressi yfir uppátækjum Cruise
Tom Cruise er uppátækjasamur á setti.AFP/JUSTIN TALLIS /

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Fyrsta klippan úr Mission: Impossible — The Final Reckoning var frumsýnd á Superbowl um helgina, en myndin er væntanleg í kvikmyndahúsin í maí. 

 

Tom Cruise er þekktur fyrir að gera sín eigin áhættuatriði eins og ég hef áður sagt ykkur frá, en leikstjóri myndarinnar og jafnframt einn af handritshöfundunum, Christopher McQuarrie, segir að oft á tíðum hefði hann getað ælt af stressi yfir því hvað Tom dytti næst í hug. Dag eftir dag í Afríku til dæmis hefði Tom farið út í tökudaginn og framkvæmt eitthvað sem var rosalegra en hann hafði gert áður. Hann var stanslaust að toppa sig.

 


Tom segir sjálfur að það hefði liðið yfir hann oftar en einu sinni í einum tökunum þar sem hann hangir út úr flugstjórnaklefa á fleygiferð. Hann þurfti að læra að anda upp á nýtt í þeim aðstæðum því líkaminn ræður ekki við svona hraða og því fær líkaminn ekkert súrefni. 

Ekki hefur verið gefið upp um það hvort við eigum von á fleiri Mission Impossible-myndum, en Tom hefur leikið í þeim öllum síðan árið 1996. 

 

Vangaveltur eru uppi um það að þetta sé síðasta mynd Tom, en að þó verði fleiri framleiddar sem muni þá einblína á Ethan Hunt ungann. Það er að minnsta kosti ljóst að Tommi okkar er ekki að yngjast, en hann er orðinn 62 ára og áhættuatriðin eflaust farin að taka á kappann.

Mbl.is

Vinsælt

    Nýleg Brot

      #taktubetrimyndir