Skór til Afríku

Skildu eftir þig fótspor

Í Nígeríu eiga börn sömu drauma og önnur um að geta stundað íþróttir en þar er fátæktin mikil. Þú getur hlaupið þeim til hjálpar.

Morgunblaðið, K100 og mbl.is í samstarfi við SOS Barnaþorpin á Íslandi standa fyrir fjölskylduhlaupinu Skór til Afríku laugardaginn 2. júní. kl. 10-13. Hringurinn sem farinn er kringum Rauðavatn er um 3,5 km og geta allir tekið þátt á sínum hraða, hvort sem hlaupið er eða gengið. Þátttökugjaldið er að lágmarki eitt vel með farið par af íþróttaskóm á fjölskyldu sem svo verður sent til SOS Barnaþorpanna í Nígeríu.

Ræst verður í hlaupið í 100 manna ráshópum og verður það gert á 15 mínutna fresti. Skrá þarf í ráshóp þegar mætt er á staðinn, og þátttakendur þurfa að gæta þess að vera komnir á ráslínu 5 mínutum áður en viðkomandi hópur er ræstur af stað.

Allir þátttakendur fá óvæntan glaðning við endamarkið að hlaupi loknu. Þátttakendur eru hvattir til að birta myndir úr hlaupinu á Instagram við myllumerkið #SkórTilAfríku, en skemmtilegustu myndirnar verða verðlaunaðar.

Andrés Önd, Kjörís, Toppur, Lindex, DHL Morgunblaðið, mbl.is, Icon, K100, Skuggaland

Skráningu í fjölskylduhlaupið Skór til Afríku er lokið.

Skráningarupplýsingar verða einungis notaðar til að skipuleggja hlaupið og ekki í neinum öðrum tilgangi. Þeim verður ekki miðlað áfram til neins þriðja aðila.

#taktubetrimyndir