LIVE - Róður

Einar rær 500 km fyrir Kristínu og fjölskyldu

Þann 30. nóvember ætlar Einar Hansberg að róa 500 km til styrktar Kristínu og börnum hennar, sem misstu föður sinn fyrir stuttu.
Verkefnið er, eins og gefur að skilja, krefjandi og rúmlega það.
Með ást, kærleik og samhug þá eru okkur allir vegir færir eins og við höfum svo margoft sýnt!
Nánari upplýsingar má finna inná facebook viðburðinum og hér að neðan verður sent út live frá 500 km róðrinum.

Kristín ætlar að byrja róðurinn með Einari í dag föstudag kl 15:00 í Crossfit Reykjavík og mun taka síðasta spölinn á sunnudag þegar Einar áætlar að klára.
Einar áætlar að klára róðurinn um 17:00, sunnudaginn 2. desember.

Þeir sem vilja styrkja Kristínu og hennar fjölskyldu er bent á styrktarreikninginn:

Bankaupplýsingar: 0326-26-003131
Kennitala: 021283-3399

Við minnum um leið á þessi mikilvægu málefni:
www.utmeda.is
www.pieta.is