Hvers vegna festast lög á heilanum á okkur?

Kryddpíurnar festast iðulega á heila fólks.
Kryddpíurnar festast iðulega á heila fólks. Skjáskot

Hvað gerir það að verkum að sum lög sitja föst á heilanum á manni, nánast um leið og maður heyrir þau fyrst en önnur hverfa um leið? 

Hvað er það sem veldur því að sum lög ná svona föstum tökum á okkur?

Gael Cooper, blaðakona hjá CNET ákvað að leggjast yfir þetta en hún komst að því að það er margt sem spilar inn í.  Gögnin segja okkur þó að samspil einfalds viðlags, grípandi laglínu og taktfasts hrynjanda sé lykilatriði. Nostalgía getur svo ýtt undir áhrifin.

Þekktu lagið á þremur sekúndum?

Árið 2014 stóð vísindasafnið Museum of Science and Industry í Manchester fyrir tilraun þar sem þátttakendur áttu að þekkja lög eins fljótt og unnt var. Niðurstaðan varð listi yfir þau lög sem fólk greindi hraðast — oft á innan við fimm sekúndum.

Efst trónir Wannabe með Spice Girls, sem þátttakendur þekktu að meðaltali á 2,29 sekúndum.

Þar á eftir komu Mambo No. 5 með Lou Bega og Eye of the Tiger með Survivor. Á listanum voru einnig sígild lög á borð við Pretty Woman, Beat It, I Will Always Love You og SOS með ABBA.

Gervigreindin gefur álit

Þegar Cooper sneri sér að gervigreindarlíkönum eins og ChatGPT, Gemini, Perplexity, Claude og Copilot og spurði þau hvað hvaða lög væru líklegust til að sitja föst á heila fólks, komu líkönin með ólík svör sem þó voru mörg kunnugleg. 

Wannabe var áberandi hjá öllum líkönunum, en einnig komu fram lög á borð við Dancing Queen, Billie Jean, Hey Ya!, Macarena, Happy og Shake It Off.

Þrátt fyrir breytileika var sameiginlegt að lögin höfðu sterkt viðlag, einfalt tempó og textabrot sem fólk getur auðveldlega sungið með.

Þegar dansgólfið ræður för

Cooper leitaði einnig á náðir reyndra plötusnúða og og komst að því að þeir leggja mikla áherslu á tenginguna við gestina. Upplifun þeirra var sú að það væri sannarlega ekki alltaf nýjustu lögin sem virðuðu best – heldur þau sem vekja sameiginlega stemningu og fá fólk til að brosa, syngja og dansa.

Lög eins og Brown Eyed Girl, Celebration, Livin’ on a Prayer, Dancing Queen, I Wanna Dance With Somebody og Sweet Caroline eru stöðugir sigrar á dansgólfum um heim allan.

TikTok hefur þó breytt landslaginu: eldri lög fá nýtt líf þegar þau fara á flug á samfélagsmiðlum. Dreams með Fleetwood Mac og Pretty Little Baby með Connie Francis eru góð dæmi um það.

Engin ein formúla en ákveðin mynstur

Endurtekningar, einföld og auðveld laglína, taktur sem fellur vel að hreyfingu og skýr skipting milli erindis og viðlags — þetta eru atriði sem oft gera lag eftirminnilegt.

En þrátt fyrir að tónlistarfólk reyni sitt besta til að fara eftir öllum réttu formúlunum – þá er þýðir það ekki að lagið festist. 

Líklega er eitthvað dýpra sem á sér stað enda er tónlist form af list sem sjaldnast er hægt að setja í ákveðna formúlu. 

CNET

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist