Eva Ruza flytur pistla um stjörnurnar á hverjum degi á sinn einstaka hátt á K100.
Synir Bítlanna Ringo Starr, Paul McCartney og John Lennon eru að gefa út lag saman. Það vantar í raun bara son George Harrison með, og þá mætti segja að hér sé komin míníútgáfa af þessari frægustu hljómsveit allra tíma.
Zak Starkey, sonur Ringo, staðfesti þessar fréttir, en Sean Ono Lennon og James McCartney eru þeir þrír sem nú eru að koma saman í annað sinn og gefa út lag. Síðast gáfu þeir út lagið Primrose Hill árið 2024, en nú er komið út lagið Rip Off.
Zak neitar því í viðtali að um sé að ræða míníútgáfu af Bítlunum, en það er eflaust erfitt að vera alltaf borinn saman við þessa frægustu tónlistarmenn og hljómsveit.
James McCartney ræddi það í viðtali árið 2012 að hann væri alveg til í að stofna hljómsveit með sonum hinna Bítlanna, en sagði svo einnig að ólíklegastur til að vilja taka þátt í því væri einmitt Zak.
Sem mér sýnist vera viturleg ákvörðun hjá þeim. Það voru bara einir Bítlar til – og þeir munu aldrei verða aftur.
| Klara Einars gerir sig klára fyrir jólin (7.11.2025) — 00:05:56 | |
| Hvað vissir þú ekki um hitt kynið áður en sambúð hófst? (7.11.2025) — 00:05:53 | |
| Segir þú makanum hvað varan kostaði? (7.11.2025) — 00:02:48 | |
| Gugga Lísa - Engillinn minn (6.11.2025) — 00:04:56 |