Felldi tár af gleði yfir rausnarlegu þjórfé

Þjórféð sem Mariah fékk frá Tipping The Boro hefur að …
Þjórféð sem Mariah fékk frá Tipping The Boro hefur að öllum líkindum bjargað jólunum hennar. Skjáskot

Myndskeið af jólagóðverki í Bandaríkjunum hefur farið sem eldur í sinu um netið og ekki að ástæðulausu. Er um að ræða myndskeið frá samtökunum Tipping in the Boro, sem safna peningum til að gefa þjónustufólki rausnarlegt þjórfé fyrir hátíðarnar.

Í myndskeiðinu sést hvar þjónninn Mariah fær gefins 300 dollara í þjórfé og er yfirkomin af þakklæti. Hún tjáir þeim sem standa fyrir samtökunum að hún búi í athvarfi og hafi um morguninn verið á fundi þar sem henni var sagt að hún þyrfti að redda 600 dollurum á nokkrum dögum til að halda íbúð sinni. Hún brotnar niður af þakklæti og eru um leið gefnir 300 dollarar til viðbótar – akkúrat nógu mikið til að halda íbúðinni.

„Ég vissi ekkert hvernig ég ætti að útvega þessa peninga,“ segir Mariah hrærð í myndskeiðinu en það má sjá hér. 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist