Strákabönd syngja inn jólin í desember

Strákabönd á við *NSYNC, New Edition, New Kids On The …
Strákabönd á við *NSYNC, New Edition, New Kids On The Block, Boyz II Men, 98 Degrees og O-Town munu stíga á stokk og syngja inn jólin í jólaþættinum A Very Boy Band Holiday sem verður sýndur 6. desember hjá ABC. Skjáskot af Instagram

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Dagurinn sem þið eigið að taka frá er 6. desember!

En þá fer í loftið jólaþáttur lífs míns, A Very Boy Band Holiday. 

Og já, það er nákvæmlega að fara að gerast það sem þið haldið að sé að fara að gerast. 

Meðlimir úr hljómsveitunum *NSYNC, New Edition, New Kids On The Block, Boyz II Men, 98 Degrees og O-Town munu stíga á stokk og syngja inn jólin. 

Ég get alveg sagt ykkur að ég er strax komin í jólaskap við að heyra þessar fréttir og mögulega komin með kökk í hálsinn.

Við munum reyndar ekki sjá stærstu stjörnuna sem hefur fæðst úr þessum strákaböndum, Justin Timberlake, en hann er lítið að mæta á svona hátíðir. 

Það myndi náttúrulega allt verða snar ef hann kæmi, en við sættum okkur alveg við hina veisluna. 

Ég mun fylgjast vel með þessum tónleikum get ég sagt ykkur, og þið vonandi líka.

View this post on Instagram

A post shared by Team Fatone (@team.fatone)

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist