Færa landsmönnum arineld og jólalög heim í stofu

Snarkandi arineldur og jólatónlist á rás 0 í sjónvarpi Símans.
Snarkandi arineldur og jólatónlist á rás 0 í sjónvarpi Símans.

JólaRetró og Síminn hafa tekið höndum saman og bjóða landsmönnum upp á kósí jólastemningu alla daga fram að jólum í sjónvarpsþjónustu Símans. Þegar sett er á rás 0 í myndlyklum Símans birtist snarkandi arineldur og jólalögin frá JólaRetró hljóma undir.

„Við höfum gert þetta sl. ár við góðar undirtekir og ákváðum að endurtaka leikinn í ár. Þetta er æðislegt, að hafa snarkandi eldinn og bara bestu jólalögin hljómandi undir. Ég stend mig að því að hafa þetta í gangi heilu kvöldin á meðan ég dunda mér í stað þess að horfa á sjónvarpið,“ segir Sigurður Þorri Gunnarsson dagskrár- og tónlistarstjóri útvarpsstöðva Árvakurs sem á og rekur JólaRetró.

„Við vonum að sem flestir geti nýtt sér þetta og að við getum fært landsmönnum huggulega stemningu á aðventunni,“ bætir Sigurður við.

Hægt er að horfa og hlusta á rás 0 (kynningarrásinni) í sjónvarpsþjónustu Símans.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist