Camilla tekur aldrei jólaþrif og nýtur jólanna í kósígallanum

Camilla Rut vill hafa afslöppuð jól.
Camilla Rut vill hafa afslöppuð jól. Skjáskot/Instagram-síða Camillu

„Ég er ekki mikið fyrir að setja of mikla pressu á jólin og jólundirbúninginn. Mér finnst svona að við eigum öll að njóta þess. Ég tek aldrei jólaþrif sko. Ég þríf reglulega yfir allt árið. 

Ég þríf bara almennilega eftir jólin,“ sagði Camilla Rut áhrifavaldur sem mætti að vana í Ísland vaknar í morgun og ræddi um aðventuna og jólin. 

Sagði hún að jólin væru afar afslöppuð hjá hennar fjölskyldu og lýsti meðal annars jóladagsmorgni fjölskyldunnar.

Horfir alltaf á The Holiday

„Alltaf þegar ég vakna á jóladagsmorgnum þá er kallinn að setja saman dótið með strákunum. Hann elskar það. Hann bíður allt árið eftir jóladegi til þess að fara að pússla saman einhverju legói. Á meðan er ég að hangsa og horfa á The Holiday,“ lýsti Camilla og átti við tómantísku gaman- jólamyndina með Cameron Diaz og Jude Law.

Sagðist hún einnig vera mjög hlynnt þeirr hefð fjölskyldunnar að verja mestum hluta hátíðanna í náttfötum. 

Hlustaðu á allt spjallið við Camillu um aðventuna og jólin í spilaranum hér að neðan.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist