Flóknasta popplag allra tíma?

Brasilíski tónlistarmaðurinn Sérgio Mendes.
Brasilíski tónlistarmaðurinn Sérgio Mendes. Skjáskot/Youtube

Poppfræðingurinn og jassgítarleikarinn Rick Beato stóð gjörsamlega á gati nýverið þegar hann hugðist troða upp á skemmtun með félögum sínum í hljómsveit sem flytur létta slagara fyrir veislugesti. Á meðal óskalaga var ódauðlega 80´s ballaðan Never Gonna Let You Go sem oft hefur heyrst hér á Retro og margir hafa vangað við í gegnum árin.

Rick og félagar ætluðu að æfa lagið rétt fyrir ballið en rugluðust strax í ríminu í fyrstu hljómum lagsins sem var talsvert mun flóknara en þeir ætluðu í upphafi. Þetta reyndist mun flóknari tónsmíð en ætla mátti og hljómagangurinn stundum óhefðbundinn fyrir popplög.

Never Gonna Let You Go kom út árið 1983, sló algjörlega í gegn og settist í toppsæti Billboard-listans vestanhafs í fjórar vikur það ár. Lagið var flutt af þeim Joe Pizzulo og Leeza Miller en brasilíski tónlistarmaðurinn Sérgio Mendes, sem þykist glamra á hljómborð í upptökunni hér fyrir neðan, á heiðurinn af þessari flóknu tónsmíð. 

Hér má sjá Rick Beato fara nákvæmlega yfir hljómana í þessu lagi sem hann segir vera flóknasta popplag allra tíma.mbl.is