30 ár frá því að platan Out Of Time með R.E.M. kom út

30 ár eru liðin frá því að R.E.M. gaf út …
30 ár eru liðin frá því að R.E.M. gaf út plötuna Out Of Time.

Útvarpsstöðvar sem spiluðu ellismelli árið 1991 léku oft lagið Crazy með söngkonunni Patsy Cline sem margir muna eftir. Í eyrum þeirra sem heyrðu það lag fyrst árið 1991 hljómaði það eldgamalt. Þá voru slétt 30 ár frá því það lag kom út.

Svo skemmtilega vill til að í dag eru nákvæmlega 30 ár frá því platan Out Of Time með hljómsveitinni R.E.M. kom út. Lagið Losing My Religion hljómar því jafn gamalt í eyrum þeirra sem eru að heyra það fyrst nú og þeirra sem heyrðu fyrst lagið Crazy með Patsy Cline árið 1991. 

mbl.is