Tjáir sig um heimilisofbeldið í nýrri heimildarmynd

Tina Turner.
Tina Turner. mbl.is/AFP

Tina Turner, drottning rokksins, segir frá leið sinni til frægðar í nýrri heimildarmynd sem HBO frumsýnir síðar í mánuðinum.

Hún ræðir þar opinskátt um samband sitt við Ike Turner, þáverandi eiginmann sinn, sem beitti hana miklu andlegu og líkamlegu ofbeldi. Við skilnaðinn stóð hún upp eignalaus og varð að hefja söngferilinn á ný, nánast frá grunni. Mörg ár liðu þar til hún sló aftur í gegn og varð sú stórstjarna sem hún er í dag.

Áður óséðum myndskeiðum úr einkasafni Tinu Turner bregður fyrir í myndinni en þar er einnig rætt við vinkonu hennar, Opruh Winfrey, og núverandi eiginmann, Erwin Bach.

mbl.is