Dolly Parton tróð óvænt upp á írskum pöbb

Dolly Parton.
Dolly Parton. mbl.is/Bang

Kántrísöngstjarnan Dolly Parton þáði nýverið bólusetningu gegn Covid-19. Mátti þá segja að hún hefði fengið að kenna á eigin bragði því Parton var ein þeirra sem lögðu sitt af mörk­um við þróun Moderna-bólu­efn­is­ins.

Hún gaf eina millj­ón banda­ríkja­dala, rúm­ar 126 millj­ón­ir króna, til Vand­er­bilt-há­skóla­sjúkra­húss­ins en hluti fjár­ins rann til rann­sókna á Moderna-bólu­efn­inu á frum­stigi rann­sókn­anna.

Nú hefur myndbandsupptaka frá 1990 óvænt dúkkað upp þegar Dolly tróð óvænt upp á írskum pöbb þegar hún var í fríi á Írlandi.

Um algjörlega óvæntan viðburð var að ræða en svo virðist sem hressir Írar hafi einfaldlega rétt Dolly míkrófóninn þegar hún nálgaðist sviðið.

Írski gítarleikarinn kunni eitt laga hennar og úr varð óvæntur en eftirminnilegur flutningur lagsins Coat of Many Colours sem hún samdi um æskuár sín.

Sjón er sögu ríkari en flutningur þeirra Dolly og gítarleikarans Steves hefst á um það bil 5. mínútu á upptökunni hér fyrir neðan.

mbl.is