Eminem og ELO í eina sæng

LUCY NICHOLSON

Youtubenotandanum William Maranci datt það snjallræði í hug á dögunum að blanda saman lögunum Lose Yourself með Eminem og Mr. Blue Sky með Electric Light Orchestra.

Útkoman er hreint stórkostleg. Hverjum hefði dottið í hug að þessi tvö ólíku lög hljómuðu svona vel saman?

Lagið Lose Yourself kom út árið 2002 og sló tóninn í kvikmyndinni 8 Mile þar sem rapparinn Eminem fór með aðalhlutverk. Lagið var samið og flutt af Eminem og hlaut Óskarsverðlaun sem besta frumflutta lag í kvikmynd það ár.

Lagið Mr. Blue Sky kom út á sjöundu breiðskífu sveitarinnar Electric Light Orchestra (oftast kölluð ELO), Out of the Blue, sem kom út 1977. Lagið samdi og útsetti Jeff Lynne, höfuðpaur sveitarinnar.

Lagið, sem er undir miklum bítlaáhrifum, hefur oft verið notað í kvikmyndum, eins og Megamind, Eternal Sunshine of the Spotless Mind og Guardians of the Galaxy Vol. 2.  

mbl.is