Endurtók golfhöggið úr Happy Gilmore

Adam Sandler.
Adam Sandler. mbl.is/Cover Media

Um þessar mundir eru 25 ár frá því að grínmyndin Happy Gilmore kom út. Stórleikarinn Adam Sandler fór með aðalhlutverk í myndinni og kom einnig að handritsskrifum.

Myndin, sem kom út árið 1996, fjallar á spaugilegan hátt um fyrrverandi íshokkíleikara sem dettur niður á golfíþróttina til að sjá sér og ömmu sinni farborða. Hann kann ekkert í golfi en sveiflar kylfunni með tilhlaupi með árangursríkum hætti.

Í tilefni afmælisins brá Adam Sandler á leik á dögunum og endurtók upphafsskotið úr Happy Gilmore sem frægt er orðið.

Happy Gilmore skaut Adam Sandler upp á stjörnuhimininn. Myndin kostaði um 12 milljónir dala í framleiðslu en halaði inn yfir 40 milljónir dala þegar upp var staðið.mbl.is