Bjarni Ara kominn á Retró

Bjarni Arason
Bjarni Arason mbl.is/Eggert Jóhannesson

Látúnsbarkinn Bjarni Arason sneri aftur í útvarp eftir pásu á JólaRetró nú fyrir síðustu jól. Mæltist það svo vel fyrir að nú mun þessi ástæli söngvari og útvarpsmaður vera í loftinu á Retró 89,5 alla virka daga frá 14 til 18.

„Það var hrikalega gaman að spila öll þessi frábæru jólalög á JólaRetró um jólin þannig að ég fagna nú á ný að vera kominn á Retró. Þetta eru svo skemmtileg lög frá þessum tíma og ég hlakka til að spila þau öll á degi hverjum. Allt risasmellir sem hlustendur elska og hvert þessara laga rifjar upp minningar þeirra sem á hlýða.“ Þátturinn fer í loftið í dag klukkan 14.00 og verður sendur út í samstarfi við Toyota.

„Það er mikill fengur fyrir okkur að fá Bjarna fastan inn á síðdegið á Retró. Við erum mjög stolt af þessari stöð, sem býður upp á frábæra blöndu af tónlist frá '70, '80 og '90. Þetta eru lögin sem þú þekkir, lögin sem þú getur smellt fingrum í takt við. Bjarni mun styrkja stöðina enn frekar,“ segir Sigurður Þorri Gunnarsson, dagskrár- og tónlistarstjóri K100 og Retró og minn­ir um leið á að hægt sé að hlusta á stöðina á FM 89,5 á höfuðborg­ar­svæðinu, FM 101,9 á Ak­ur­eyri og svo á net­inu á www.retro895.is.

Eins og áður sagði fer Bjarni í loftið í dag kl. 14.00 og hann er spennt­ur. „Ég segi bara: Komdu með, vertu með okk­ur á Retró, bara bestu lög­in, lög­in sem þú elsk­ar að hlusta á og syngja með.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »