Hugguleg Jóhanna Guðrún í jólastemningu

Jóhanna Guðrún í Samsung Sessjón
Jóhanna Guðrún í Samsung Sessjón

Eins og mörgum er kunnugt gaf Jóhanna Guðrún á dögunum út plötuna Jól með Jóhönnu sem er stútfull af jólaperlum, nýjum og gömlum.

Eitt vinsælasta lagið af plötunni er „Löngu liðnir dagar“ en það er nýtt lag eftir Jón Jónsson við texta Einars Lövdahl Gunnlaugssonar. Á plötunni er lagið í mikilli útsetningu með strengjum, kór og öllum þeim skrúða sem sæmir stórkostlegri söngdívu eins og Jóhanna Gúðrún er.

Á dögunum kom hins vegar út ný órafmögnuð útgáfa þar sem sönghæfileikar Jóhönnu fá notið sín. Er um svokallaða Samsung-sessjón að ræða þar sem myndbandið er tekið upp á Samsung-síma. Útkoman er algjört gullkorn sem mun vafalítið lifa áfram sem uppáhaldsjólalag margra um ókomna tíð.

Sjáðu myndbandið, sem var allt tekið upp á Samsung Galaxy S20 Ultra-síma, hér að neðan.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist