Marengstoppar með kornflexi og súkkulaðibitum

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Það er fátt sem toppar klassíska kornflex-toppa! Mögulega ein vinsælasta smákökutegundin – og klárlega ein sú mest grennandi.

Marengstoppar með kornflexi og súkkulaðibitum

 • 2 eggjahvítur
 • 100 g flórsykur
 • 50 g suðusúkkulaði, til skreytingar
 • 1 tsk. vanilluduft
 • 35 g kornflex, mulið
 • 50 g suðusúkkulaði, smátt saxað

Aðferð:

 1. Þeytið eggjahvíturnar og passið að hrærivélarskálin sé hrein og þurr. Bætið flórsykri saman smátt og smátt og hrærið áfram. Þegar allur flórsykurinn er kominn út í hrærið í 3 mínútur til viðbótar.
 2. Setjið vanillu, mulið kornflex og saxað súkkulaðið varlega saman við með sleif.
 3. Setjið með teskeið á smjörpappír.
 4. Bakið í 150°C heitum ofni í 15-20 mínútur.
 5. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og látið yfir kökurnar.
 6. Njótið!
Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir
mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist