Nýtt á Netflix og öðrum veitum fyrir sóttkvína

K100 tók saman það helsta nýja sem Netflix og aðrar …
K100 tók saman það helsta nýja sem Netflix og aðrar veitur bjóða upp á um helgina 14.-16 janúar. Unsplash

Nóg er úrvalið á Netflix og öðrum streymisveitum um helgina fyrir þá fjölmörgu sem nú eru í sóttkví, einangrun eða ætla njóta þess að vera heima á meðan 10 manna samkomutakmarkanir eru í gildi.

en K100.is tók saman það helsta sem er í boði. 

Kvikmyndir og þættir á Netflix

 Archieve 81

Yfirnáttúrulegi spennutryllirinn Archieve 81 kom á Netflix í dag, föstudag. Þegar skjalavörður nokkur rannsakar leyndarmál á bak við dularfullan eldsvoða sannfærist hann að hann geti bjargað ungri konu frá hræðilegum örlögum sínum. Atvikið átti sér þó stað fyrir 25 árum síðan. 

Brazen

Glæpasagnahöfundurinn Grace flækist í morðmál sinnar eigin systur, sem hún er í litlu sambandi við, eftir að hún finnst myrt. Grace neitar að hlusta á rannsóknarlögreglumanninn Ed og dembir sér í málið.

The House

Brúður leika aðalhlutverk í þessum skuggalegu [fullorðins]grínþáttum þar sem mismunandi aðilar flækjast í sögu dularfulls húss á mismunandi tímabilum

Riverdance: The Animated Adventure

Fjölskyldumyndin Riverdance fjallar um írska drenginn Keegan og spænska vin hans Moya sem leggja af stað í ferðalag inn í ævintýraveröld þar sem undarlegar verur kenna þeim dans.


The Journalist

Japönsku þættirnir The Journalist eru komnir á Netflix. Anna Matsuda er virtur blaðamaður sem lætur ekkert stoppa sig í að komast að sannleikanum. Hún einsetur sér að komast í botn á málum sem varða valdamikið fólk í Japan. Þættirnir eru endurgerð af vinsælli kvikmynd með sama nafni. Þættirnir komu inn í gær, fimmtudag.

After Life

Þriðja sería af After Life er komin inn á Netflix. Tony er enn að syrgja eiginkonu sína. Mun hann einhverntímann geta opnað faðminn fyrir framtíðinni ef hann getur ekki sleppt fortíðinni?

Kvikmyndir og þættir á HBO Max

Peacemaker

Nýju ofurhetjuþættirnir um DC ofurhetjuna Peacemaker er byrjuð á HBO Max. Er um að ræða „Spin-off“ þætti út frá kvikmyndinni The Suicide Squad frá 2021.

Somebody Somewhere 

Bandarísku gamanþættirnir Somebody Somewhere bygja á HBO Max á sunnudag, 16. janúar. Sam á erfitt með að passa inn í samfélagið sem hún býr í. Hún uppgötvar þó samfélag annarra sem upplifa það sama og hún en gefast ekki upp.

Station Eleven

Lokasería af Station Eleven hefur verið frumsýnd á HBO Max. Þættirnir fylgja eftir eftirlifendum þeim sem lifðu af hræðilegan heimsfaraldur og sýna hvernig þeir reyna að byggja upp líf í nýjum veruleika.

Kvikmyndir og þættir á Amazon Prime Video

Hotel Transylvania: Transformania

Fjórða framhaldsmyndin um Hotel Transylvania-fjölskylduna er komin inn á Prime. Drakúla og Fjölskylda hans finnur undarlega tækni sem breytir manneskjum í skrímsli og skrímslum í manneskjur. Það er þó ekki hægara sagt en gert að snúa aftur í sitt fyrra horf

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir