Munda sverð eins og riddarar og notast við aldagömul handrit

Rúnar Páll Benediktsson skylmingaþjálfari ásamt langsverði sínu við eldgosið í …
Rúnar Páll Benediktsson skylmingaþjálfari ásamt langsverði sínu við eldgosið í Geldingadölum. Hann þjálfar fólk í sögulegum skylmingum.

Rúnar Páll Benediktsson stundar nokkuð óhefðbundna íþrótt en hann er skylmingaþjálfari í sögulegum skylmingum eða HEMA (Historical European Martial Arts). Hann mætti með sverð sitt og hjálm í morgunþáttinn Ísland vaknar í gær og fræddi hlustendum um þessa áhugaverðu bardagalist frá riddaratímum.

Notast við handrit frá riddaratímum

„Langsverðið er það sem er vinsælasta hjá okkur. Það er frá tímabilinu 1400-1600. Við erum að notast við handrit frá þessum tíma,“ sagði Rúnar Páll í viðtalinu.

Hér má sjá mynd frá fyrsta íslenska mótinu í sögulegum …
Hér má sjá mynd frá fyrsta íslenska mótinu í sögulegum skylmingum frá því í nóvember. Iðkendur eru vel varðir.

Eru vel varin

Í sögulegum skylmingunum er farið eftir svokölluðum blóðreglum þó að vitanlega sjáist ekki í blóð en iðkendur listarinnar eru klæddir í sérhönnuðum hlífðarfatnaði, með hjálm sem er til að mynda þyngri og þéttari en þeir sem notaðir eru í Ólympíuskylmingum.

„Þá ertu að keppa til fyrsta blóðs. Þá er nóg að ef við náum höggi sem við teljum að sé nóg til að rispa,“ útskýrði Rúnar Páll. 

Skylmst við eldgosið í Geldingadölum. Skylmingaþjálfarinn Rúnar Páll fór ásamt …
Skylmst við eldgosið í Geldingadölum. Skylmingaþjálfarinn Rúnar Páll fór ásamt nokkrum iðkendum sögulegra skylminga að eldgosinu þar sem þau nutu þess að munda sverðin í magnaðri náttúrunni. Venjulega æfir Reykjavík Hema Club þó í Laugardalnum. Ljósmyndir/Aðsendar

Reykjavík Hema Club er nokkuð nýr af nálinni en félagið var stofnað árið 2019. Rúnar Páll segir hópinn stækkandi sem æfir bardagalistina. 

Iðkendur sögulegra skylminga við gosið í Geldingadölum. Rúnar Páll segir …
Iðkendur sögulegra skylminga við gosið í Geldingadölum. Rúnar Páll segir ferðina hafa verið mjög skemmtilega og „alveg þess virði að bögglast með sverðin að gosinu.“
Rúnar Páll er snjall skylmingarmaður.
Rúnar Páll er snjall skylmingarmaður.

Félagið er með tvo hópa, svokallaða unglingadeild fyrir unglinga í kringum 12 ára og til 17 ára og svo hóp fyrir fullorðna, 18 ára og eldri en enn eru laus pláss í hópana en hægt er að hafa samband við félagið á facebooksíðu þess. Rúnar Páll benti á að til að byrja með sé notuð bæði svokölluð krakkasverð og plastsverð en á lokastigi fá iðkendur að munda stálsverð.

Félagið hefur aðsetur undir stúku KSÍ á Laugardalsvellinum þar sem æfingar fara yfirleitt fram.

Viðtalið við Rúnar Pál má í heild sinni sjá hér að neðan.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir