Laðast að fólki en ekki kyni þess

Ava Elizabeth Phillippe er þekkt fyrir hreinskilni sína á samfélagsmiðlum. …
Ava Elizabeth Phillippe er þekkt fyrir hreinskilni sína á samfélagsmiðlum. Hér er hún ásamt móður sinni Reese Witherspoon en þær þykja býsna líkar. AFP

Eva Ruža flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Ava Phillippe, dóttir Reese Witherspoon og Ryan Phillipe, var spurð að því á instagram hvort hún væri hrifin af stelpum eða strákum og svaraði hún einfaldlega að hún væri hrifin af fólki. Tók hún þannig ekki fram hvort hún laðaðist að ákveðnu kyni.

Sagði hún jafnframt að kyn væri „bara eitthvað“ (e. „gender is whatever“) og sannari orð hafa ekki verið sögð. Kyn manneskju skiptir engu máli. Við eigum að elska fólk. 

Ava er búin að vera í sambandi með kærastanum sínum í rúm tvö ár og er að eigin sögn hamingjusöm í fanginu hans. 

Er hún þekkt fyrir hreinskilni sína á samfélagsmiðlum og segir hún að það skipta sig miklu máli að koma til dyranna eins og hún er klædd. Sannleikurinn sé alltaf bestur. 

Reese og Ryan hljóta að vera stolt af þessari stelpu sinni.

skjáskot af Instagram
mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir