9 hlutir til að gera þegar makinn stendur í framkvæmdum

Ljósmynd/Colourbox

Húmoristinn og stjörnufréttakonan Eva Ruza er mikil listamanneskja en hún deildi glænýjum og afar nytsamlegum lista í Síðdegisþættinum í fyrradag. Er um að ræða lista yfir það hvernig þú átt að haga þér ef makinn er að standa í framkvæmdum á heimilinu og þú vilt koma þér undan sem mestri ábyrgð.

  1. Bjóða makanum ítrekað kaffi. Þannig að hann hugsi með sér: „Æ hún/hann er að reyna.“
  2. Bjóða fram aðstoð – en bara í verkefni sem þú veist að aðstoðar þinnar er ekki óskað.
  3. Ef það þarf að mála, hjálpaðu til. En það má alveg brussast við það. Þá er líklegt að pensillinn verði tekinn af þér.
  4. Vera mikið á vappi í kringum makann. Talaðu mikið og spurðu reglulega hvort makinn sé svangur/svöng. Þá er eins og þú sért að gera eitthvað.
  5. Ef þú ert beðin um að skjótast í Byko og kaupa eitthvað segðu já. Það er gott að breyta um umhverfi þegar maður er undir miklu álagi sem aðstoðarverkstjóri.
  6. Hvetja makann áfram og hrósa fyrir vel unnin störf.
  7. Nefna, á koddanum um kvöldið, að þú sért smá þreytt/ur eftir daginn. Samt ekki jafn þreytt/ur og makinn, en samt er gott að ýta því aðeins að, að þú sért búin að vera á fullu líka. Kaffistjóragiggið getur tekið á.
  8. Ef það er verið að brjóta flísar á baðinu, taktu smá þátt í því. En bjóddu upp á kaffi eftir smá stund – Þá ertu komin/n í pásu.
  9. Sópaðu. Það er auðvelt gigg, tekur lítið á og lætur makann vera þakklátan. Það er líka hægt að sópa mjög hægt – Það varnar því að þú verðir sett/ur í fleiri verk. 
mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir