Snoop Dogg stefnir á pylsubransann

Snoop Dogg leitar á ný mið og hefur nú tryggt …
Snoop Dogg leitar á ný mið og hefur nú tryggt sér vörumerkið Snoop Doggs. Colourbox/AFP

Eva Ruža flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Rapparinn Snoop Dogg er mögulega á leið inn í pylsubransann, en í desember var lögð inn umsókn um vörumerkið „Snoop Doggs“ og í umsókninni var tekið fram að meðal þess sem yrði framleitt með pylsunum væri sósur og annað sem tengist pylsum.

Snoop Dogg ætlaði reyndar líka inn í ísbransann með „Snoop Scoobs“ árið 2011, en það varð ekkert úr því ævintýri. 

Hann virðist ekki vera byrjaður í pylsubransanum, heldur einungis búinn að tryggja sér vörumerkið og verður spennandi að sjá hvort „Snoop Doggs“ verði að veruleika.

Árið 2016 sýndi Jimmy Kimmel Snoop Dogg hvernig pylsur eru framleiddar og hafði hann þá þetta að segja um pylsur:

„This is a hot dog!? Oh cuz, I ain't never eating a mother f ... king hot dog! If that's how they make hot dogs, I don't want one. I'm good.“

Hér má sjá myndskeiðið af Snoop Dogg hjá Jimmy Kimmel.

 

mbl.is

#taktubetrimyndir