„Ekki alltaf Gyða Sólin“

Leikonan Helga Braga vakti athygli á Twitter þegar hún deildi myndbandi af veðurfréttakonunni Birtu Líf Kristinsdóttur að segja frá lægð sem hefur verið að valda usla bæði hér á landi og annars staðar á Norðurlöndunum í vikunni.

Þar greindi Birta Líf frá því að óveðrið hefði fengið nafnið Gyða, Helgu til mikillar gleði.

„Gyða rauð viðvörun. Það er ekki alltaf Gyða Sólin sko,“ sagði Helga í myndbandinu en einn þekktasti karakter Helgu er einmitt hin einstaka Gyða Sól en hér má sjá færslu Helgu.

Helga Braga ræddi við þau Sigga Gunnars og Evu Ruzu í Síðdegisþættinum um Gyðu Sól og hennar sögu en hún neitaði því ekki að Fóstbræður, þar sem Gyða Sól kom fyrst fram, myndu einhvern tímann koma saman aftur til að rifja upp góða tíma. Fóstbræður eiga einmitt 25 ára afmæli í október næstkomandi.

Helga segist þó njóta þess í dag að það sé ekki „brjálað að gera“ hjá henni, eins og það hefur verið í gegnum tíðina.

Hér má sjá skemmtileg atriði úr Fóstbræðrum þar sem Helga Braga fer með hlutverk Gyðu Sólar.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir