Drukku blóð hvors annars við trúlofunina

Megan Fox og Machine Gun Kelly drukku blóð hvors annars …
Megan Fox og Machine Gun Kelly drukku blóð hvors annars við trúlofun sína. Það gerðu Angelina Jolie og Billy Bob Thornton líka á einhverjum tímapunkti þegar þau voru enn saman. Samsett ljósmynd: AFP/ROSE PROUSER

Eva Ruža flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Það sem vakti athygli mína í morgun á samfélagsmiðlum var trúlofun rokkarans Machine Gun Kelly og Megan Fox, en eins og greint var frá á mbl.is í morgun þá skellti Machine sér á skeljarnar.

En þegar ég meina að það hafi vakið athygli mína, þá var það ekki endilega fyrir þessa trúlofun, sem kemur í raun ekkert á óvart, heldur það sem Megan skrifaði á instagram. En hún sagði að eftir að hringarnir voru settir upp, þá hefðu þau drukkið blóð hvort annars ...

Ha?

Af hverju að drekka blóð?

Ég veit ekki hvort hún hafi verið að grínast eða verið dauðans alvara.

Ég get ekki ímyndað mér neitt minna sexí en að drekka blóð í svona rómantískum aðstæðum. En þetta minnti mig á Angelinu Jolie og Billy Bob Thornton. Þau sögðust einnig hafa drukkið blóð hvort annars, og báru svo hálsmen lengi vel með blóði hvort úr öðru.

Jolie og Thornton, fyrrverandi parið, drukku líka blóð hvors annars.
Jolie og Thornton, fyrrverandi parið, drukku líka blóð hvors annars. ROSE PROUSER

Annað par, sem reyndar drakk ekki blóð hvort annars að mér vitandi, trúlofaði sig einnig á sérstakan hátt, en Pamela Anderson og Tommy Lee voru skrautleg.

Tommy vildi ekki bera hring, og lét því húðflúra á sér typpið ... með hring.

Já, það er ýmislegt sem fólki dettur í hug að gera og ekki mitt að dæma.

Ég elska manninn minn heitt og mikið, en hef aldrei fundið löngun til að drekka úr honum blóðið. En það er bara ég ...

View this post on Instagram

A post shared by Megan Fox (@meganfox)

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir