Þetta segja meðalforeldrar 540 sinnum á ári

Flestir foreldrar eru mjög vanir því að þurfa að endurtaka …
Flestir foreldrar eru mjög vanir því að þurfa að endurtaka sig. Ljósmynd/Colourbox

Foreldrar skólabarna kannast eflaust við það að þurfa að endurtaka sig töluvert oft. Það er þó ákveðin setning sem er afar algengt að foreldrar þurfi að endurtaka, sérstaklega á morgnanna fyrir skólann – en meðalforeldri segir þessa setningu við börnin sín 540 sinnum á ári og jafnvel oftar eða um 600 sinnum á ári.

Þau Kristín Sif, Jón Axel og Ásgeir Páll í morgunþættinum Ísland vaknar spurðu hlustendur sína hvað þeir héldu að foreldrar segðu svo oft við börnin sín. 

Hlustendur komu með margar góðar uppástungur. Til greina kom: „Viltu“, „Nei,“, „Hættu þessu“, „kannski“, „Eru búin að læra“, og „Spurðu pabba þinn“.

Það þarf oft að segja krökkum að flýta sér, það …
Það þarf oft að segja krökkum að flýta sér, það er víst. Ljósmynd/Colourbox

Einn snjall hlustandi kom þó með rétta svarið sem er setningin: „Flýttu þér“.

Meðalforeldri segir „Flýttu þér,“ um 540 sinnum á venjulegu skólaári samkvæmt rannsókn sem Nutri-Grain gerði á fleiri en tvöþúsund foreldrum. Skoðuðu þau sérstaklega morgunrútínu foreldra og barna og komust að þessari áhugaverðu niðurstöðu.

Hægt er að hlusta á Ísland vaknar á K100 ræða um þetta við hlustendur hér að neðan.

Moms.com

mbl.is

#taktubetrimyndir