Neitar orðróm um opið hjónaband

Skjáskot af instagram

Eva Ruža flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Ayesha Curry, eiginkona NBA leikmannsins Stephen Curry, neitaði nýverið orðróm sem hefur sveimað um á internetið, en sagan segir að þau hjónin séu í opnu hjónabandi. 

Síðastliðinn mánudag birti Ayesha mynd af Stephen á instagram, og undir myndina skrifaði einhver: „En samt viltu vera í opnu hjónabandi. Ef ég væri hann þá væri ég búin að henda þér út á götu“. Ayesha tók sig til og svaraði viðkomandi beint og sagði: „Ekki trúa öllu sem þú lest. Gerir þú þér grein fyrir því hversu fáranlega þú hljómar? Þú skalt ekki voga þér að vanvirða hjónabandið mitt.“

Skjáskot af instagram

Hjónin hafa alltaf haft ferlega krúttlegt og ástríkt hjónaband út á við, og í september síðastliðnum endurnýjuðu þau heitin sín, eftir 10 ára hjónaband.

Mér finnst bara asskoti flott hjá Ayeshu að vaða beint í aðilann sem skrifaði þetta undir myndina.

Ég hugsaði líka – afhverju í ósköpunum ætti Stephen að henda Ayeshy út ef þau væri í opnu hjónabandi? Það væri væntanlega gert með samþykki beggja aðila og allir sáttir. En ég held að þetta sé orðrómur sem lítill sannleikur er í.

View this post on Instagram

A post shared by Ayesha Curry (@ayeshacurry)

View this post on Instagram

A post shared by Ayesha Curry (@ayeshacurry)


 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir