Ekki djöfladýrkun

Ingólfur Örn Friðriksson, sem vill skipta millinafninu sínu Örn út …
Ingólfur Örn Friðriksson, sem vill skipta millinafninu sínu Örn út fyrir Lúsífer, er ábyrgðarmaður Sataníska safnaðarins. Mynd: úr einkasafni

Satanismi er ekki það sem margir halda að það sé samkvæmt Ingólfi Erni Friðrikssyni en hann spjallaði við morgunþáttinn Ísland vaknar um Sataníska söfnuðinn sem hann er ábyrgðarmaður fyrir.  

Sjálfur stendur hann nú í málaferlum við mannanafnanefnd til að fá að taka upp nafnið Lúsífer.

„Ég er búin að vera að fikta við Satanisma síðan 2000. Hann hefur breyst töluvert á þessum tíma. En Satanismi er eins og hver önnur trúarbrögð þannig,“ sagði Ingólfur en hann segir  að djöfladýrkun sé allt annar hlutur. 

„Það er að trúa að djöfullinn sé raunverulega til,“ útskýrði Ingólfur í þættinum. „Satanistar eru í raun guðleysingar. Þeir trúa ekki á neinn guð, ekkert yfirnáttúrulegt,“ sagði hann.

Segir Ingólfur Satan alltaf hafa verið tákn uppreisnar en hægt er að hlusta á viðtalið við Ingólf í heild sinni í spilaranum hér að neðan. 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir