11 hlutir sem þú verður að gera á afmælinu

Eva Ruza deildi ellefu hlutum sem afmælisbörn verða að gera …
Eva Ruza deildi ellefu hlutum sem afmælisbörn verða að gera í kringum afmælisdaginn. Ljósmynd/Colourbox

Það er fátt sem jafnast á við það að eiga afmæli og það veit Eva Ruza mætavel en hún átti afmæli í síðustu viku. Hún mætti í Síðdegisþáttinn með Sigga Gunnars, afmælisbarni gærdagsins, og deildi þar 11 hlutum sem allir eiga að gera þegar þeir eiga afmæli. 

 1. Láta alla vita með nokkurra daga fyrirvara á Facebook og öðrum miðlum að stóri dagurinn sé að renna upp. 
 2. Þegar dagurinn rennur upp er nauðsynlegt að klæða sig upp í tilefni dagsins. Þú veist aldrei hvern þú hittir á afmælisdaginn og þú vilt að viðkomandi segi: Djöfull líturðu vel út beibí!
 3. Biðja um pakka. Ekki vera feimin(n) við það.
 4. 100% að tríta sig. Bóka tíma í nudd eða dekur og láta nuddarann vita að þú eigir afmæli. 
 5. Fara í löns eða dinner með einhverjum sem þér þykir vænt um. Ekki gleyma að biðja vininn eða fjölskyldumeðliminn að panta borðið og láta vita að það sé afmælisbarn með í för. Þú gætir fengið desert og stjörnuljós.
 6. Þó að dagurinn sé liðinn er enginn sem bannar vikufögnuð. Dreifa gleðinni. Halda til dæmis eitt fjölskylduboð, eitt vinaboð og plana eitthvað smá extra. Það má alveg.
 7. Gera súkkulaðimús.
 8. Kaupa sér eitthvað fallegt. Þó að þú fáir pakka máttu samt kaupa þér eitthvað sjálf(ur). Ert alveg með frípassa til að kaupa þér eitthvað þegar þú átt afmæli. 
 9. Festa blöðru á bílinn þinn og keyra um bæinn. Þá sjá allir að það er afmælisbarn um borð.
 10. Setja hjarta á allar afmæliskveðjur sem berast á Facebook. Ekki sleppa neinum. Af því að fólk er að gefa sér tíma til að lesa þær og gefa hjarta.
 11. Taka frí úr vinnunni. Afmælisdagurinn er rauður dagur í dagbókinni og ætti því að vera löggiltur frídagur.
Siggi Gunnars og Eva Ruza eru bæði janúarbörn.
Siggi Gunnars og Eva Ruza eru bæði janúarbörn. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir