Þess vegna fékk Eva Ruza sér sílíkonbrjóst: „Eins og köttur hefði klórað bæði brjóstin“

Grínistinn og áhrifavaldurinn Eva Ruza lýsti atburðarásinni sem fékk hana …
Grínistinn og áhrifavaldurinn Eva Ruza lýsti atburðarásinni sem fékk hana til að fá sér sílíkonbrjóst í Síðdegisþættinum.

Eva Ruza fór á kostum með Sigga Gunnars í Síðdegisþættinum en þar deildi hún því meðal annars hvers vegna hún ákvað að fá sér sílíkonbrjóst.

„Ég er ekkert feimin við að viðurkenna að ég sé með sílíkonbrjóst. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að fara í sílíkonbrjóst er rosalega fyndin,“ sagði Eva í þættinum. 

Sagðist hún hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast tvíbura en hún og eiginmaður hennar, Sigurður, fóru í tæknisæðingu til að eignast börn sín. Fyrir barneignir segist Eva einfaldlega ekki hafa verið með nein brjóst.

Eva Ruza og Siggi Gunnars voru með Síðdegisþáttinn á K100 …
Eva Ruza og Siggi Gunnars voru með Síðdegisþáttinn á K100 á afmælisdegi Sigga í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Orðin einhver ferlíki framan á mér“

„Við þurftum að fara í þrjár tæknisæðingar þannig að ég þurfti að vera að taka hormóna og alls konar og svo náttúrlega koma tvö undir og þá „doblast“ allt hjá manni. Þar á meðal tútturnar,“ sagði Eva.

„Einn daginn vakna ég bara og það var eins og köttur hefði komið og klórað bæði brjóstin. Þau voru bara slitin í drasl. Þau voru bara orðin einhver ferlíki framan á mér,“ sagði hún en hún segir að brjóstin hafi svo orðið eins og „tómir tepokar niður á nafla“ eftir brjóstagjöfina.

„Sem er náttúrlega viðbrigði fyrir konu sem hafði aldrei verið með brjóst – að vera með eitthvað hangandi flatt niður. Það sást ekki í mittið á mér fyrir brjóstum,“ bætti Eva við. 

Brjóstið lak upp úr hlýrabolnum

„Svo eitt skiptið var ég að taka saman þvott og sonur minn var sem sagt skríðandi um allt gólfið og situr svona beint fyrir neðan fæturna á mér. Ég er að beygja mig niður og taka eitthvert dót upp af gólfinu og svo heyri ég allt í einu í honum „ding, ding, ding“ og fann fyrir snertingu.

Þá hafði ég ekki tekið eftir því að annað brjóstið hafði lekið upp úr hlýrabolnum og brjóstið hékk svona út fyrir bolinn. Hann sá þetta sem tækifæri til að leika sér og sat á gólfinu og var að dingla svona, með hendurnar upp í loft. Ég var tilfinningalaus í brjóstinu af því að það var allt ónýtt.

Þá sagði ég við Sigga manninn minn: „Nei, Siggi, hingað og ekki lengra. Nú læt ég laga þessar júllur.“ Og barnið hefur ekki leikið sér við þetta síðan,“ lýsti Eva við mikil hlátrasköll í stúdíói K100.

Hlustaðu á Evu Ruzu lýsa atburðarásinni bráðfyndnu í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir