Laddi: „Allt fyndnara í mars en í janúar“

Hinn eini sanni Laddi eða Þórhallur Sigurðsson hér í gervi …
Hinn eini sanni Laddi eða Þórhallur Sigurðsson hér í gervi Hallgríms hvítlaukskokks. Hann mun rifja upp alls kyns grín frá því í gegnum tíðina á afmælissýningu sinni. Sýningin átti að vera á afmælisdeginum 20. janúar en verða líklega í mars.

Góður maður kom í heiminn þann 20. janúar 1947 hann  Þór­hall­ur Sig­urðsson, en flestir þekkja hann sem hinn ástsæla Ladda sem þjóðin hefur hlegið með í marga áratugi.

Til stóð að halda 75 ára afmælissýningu á afmælisdaginn en vegna kórónuveirufaraldurs verður tónleikunum frestað – að minnsta kosti fram í mars að sögn Ladda en hann ræddi við Sigga Gunnars í Síðdegisþættinum í vikunni.

Á afmælisdaginn kem­ur þó í tilefni út safn­plat­an Það er al­deil­is sem inni­held­ur vin­sæl­ustu lög Ladda. For­sala á plöt­unni fer fram á vef­versl­un Öldu Music.

„Það verður allt fyndnara í mars en í janúar, sagði Laddi í þættinum en hann mun rifja upp einhverja sína bestu sketsa, grín og lög á sýningunni.

Rifjaði hann aðspurður upp tilurð eins af vinsælustu lögum hans, Súperman lagsins, í þættinum en lagið er ítalskt að uppruna.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Ladda í heild sinni hér að neðan.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir