Jónsi neyddist til að syngja afmælissönginn tvisvar í beinni

Siggi og Eva fengu ósk sína uppfyllta í gær.
Siggi og Eva fengu ósk sína uppfyllta í gær. Samsett ljósmynd/Kristinn/Eggert

Jón Jósep Snæbjörnsson, betur þekktur sem Jónsi átti engra annarra kosta völ en að syngja afmælissönginn tvisvar sinnum í beinni útsendingu þegar Eva Ruza og Siggi Gunnars, sem bæði áttu afmæli á dögunum hringdu í hann úr Síðdegisþættinum í gær. 

Siggi átti afmæli í gær, 10 janúar en Eva Ruza átti afmæli þann 5. janúar en Jónsi gladdi afmælisbörnin bæði í útsendingunni og setti smá „twist“ á sönginn en hægt er að hlusta á Jónsa í beinni í spilaranum hér að neðan.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir