Grímutrixið sem er að gera allt vitlaust

Læknir benti Jill á þessa snilldaraðferð til að bera grímu …
Læknir benti Jill á þessa snilldaraðferð til að bera grímu sem hún deildi á TikTok síðu sinni. Það eina sem þarf er tvo ákveðna hnúta. Skjáskot af TikTok.

Heilsuþjálfarinn og samfélagsmiðlastjarnan Jill, sem gengur undir nafninu Healthymichiganmama á TikTok, deildi á dögunum vinsælasta myndbandi sínu frá 2021 á síðu sinni.

Er um að ræða kennslumyndband um þægilegustu aðferðina til að bera grímu að hennar áliti.

Segir hún vin sinn, sem er læknir, hafa bent sér á þessa snilldaraðferð sem gerir það að verkum að gríman hvorki gapir né klessist við nef og munn. Þarf einungis að binda tvo hnúta á grímuna og þá verður hún mun þægilegri. 

Aðferðina má sjá hér að neðan en hátt í fjórar milljónir hafa horft á myndbandið frá því því var deilt á TikTok fyrir um viku.

Jill deildi einnig öðru myndbandi á síðu sinni þar sem hún sýnir aðferðina við að binda hnútana á teygjur grímunnar enn ítarlegar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir