10 bestu myndirnar á Netflix í Janúar

Verðlaunamyndin Big Fish og margar aðrar klassískar kvikmyndir eru komnar …
Verðlaunamyndin Big Fish og margar aðrar klassískar kvikmyndir eru komnar á Netflix.

Netflix bætti tölurverðu magni af klassískum kvikmyndum inn á efnisveitu sína í fyrsta mánuði ársins. Mörgu má hreinlega lýsa sem algjört skylduáhorf og fullkominni afsökun til að kúra uppi í sófa á köldustu janúarkvöldunum. 

1. Big Fish (2003)

Myndin segir frá deyjandi föður og syni hans, sem er blaðamaður og hefur alltaf verið skeptískur á ótrúlegar sögur föður síns af lífi sínu. Sonurinn ákveður þó að rannsaka lífshlaup föður síns með þeim fáu staðreyndum sem hann veit um hann – og það sem hann finnur kemur honum á óvart.

2. Runaway Bride (1999)

Maggie Carpender (Julia roberts) er þekkt fyrir að flýja sín eigin brúðkaup eftir að hafa skilið þrjá tilvonandi eiginmenn eftir við altarið. Blaðamaðurinn Ike  (Richard Gere) skrifar grein um Maggie, án þess að kynna sér mál hennar nógu gaumgæfilega, og er rekin í kjölfarið. Eina leiðin fyrir hann til að endurheimta starf sitt og reisn er að skrifa almennilega grein um Maggie og hennar fjórða brúðkaup sem er yfirvofandi.

 3. Hook (1991)

Þegar börnum hins miðaldra lögfræðingi, Peter Banning (Robin Williams), er rænt af gömlum erkióvini hans, Kobba Kló (Captain Hook) neyðist Peter til að snúa aftur í fortíð sína þar sem hann var hinn töfrandi Pétur Pan. Verður hann að rifja upp gamla lífið sitt áður en hann yfirgaf Hvergiland fyrir fjölskyldulífið – en þar skildi hann eftir álfinn Skellibjöllu og Týndu strákana. Þau eru öll frekar bitur út í Peter og hafa kosið nýjan foringja – og eru ekki spennt hitta hann á ný.

4. I Love You, Man (2009)

Fasteignabraskarinn Peter Klaven (Paul Rudd) á allt sem hugurinn girnist – frábæra vinnu, fallegt heimili og elskandi unnustu. Vandamálið er að þar sem hann eyðir öllum tíma sínum í vinnunni og með unnustunni Zooey (Rashida Jones) hefur hann ekki haft neinn tíma til að eignast vini. Þegar brúðkaupið nálgast óðfluga þarf Peter að hafa hraðar hendur til að finna einhvern sem gæti sinnt hlutverki svaramanns og besta vinar hans í brúðkaupinu.

5. The Girl with the Dragon Tattoo (2011)

Blaðamaðurinn Mikael Blomkvist (Daniel Craig) samþykkir boð um að rannsaka 40 ára gamalt óleyst mannshvarf fyrir frænda fórnarlambsins. Á sama tíma flækist hin unga og bráðsnjalla Lisbeth Salander (Rooney Mara) og þá fyrst fer málið af hinni horfnu stúlku að verða virkilega áhugavert. Myndin er byggð á sænskum krimma, 

 


6. Midnight in Paris (2011)

Rómantíska gamanmyndin Midnight in Paris, fjallar um parið Gil (Owen Wilson) og Inez (Rachel McAdams) sem ferðast til Parísar ásamt foreldrum þeirrar síðarnefndu.  Rithöfundurinn Gil verður ástfangin af borginni og heillast meir og meir af fortíðinni – og verður ósáttari með nútímann.

7. The Neverending Story (1984)

Bastian flýr eineltisseggi á leið sinni í skólann og finnur bókabúð þar sem hann felur sig. Þar finnur hann bókina „The Neverending story“ (Sagan endalausa) sem hann byrjar að lesa á háalofti skólans og heillast algjörlega og fer að velta fyrir sér hvort að landið Fantasía, sem bókin fjallar um, sé raunveruleg.

8. Taxi Driver (1976)

Fyrrverandi hermaður sem glímir við áfallastreitu og svefnleysi eftir Víetnam stríðið starfar sem leigubílstjóri í New York á nóttunni og harmar hvert heimurinn er að stefna. Hann verður hugfangin af því að bjarga heiminum og gera hann að betri stað og reynir að bjarga barnungri vændiskonu.

9. The Lost Boys (1987)

Unglingsstrákarnir og bræðurnir Michael og Sam flytja með móður sinni í lítinn smábæ í Kalíforníu. Þar hittir eldri bróðirinn Michael gengi af vampírum og verður Sam og nýju nördavinir hans Edward og Alan að bjarga Michael frá genginu ógurlega.

10. Stand By Me (1986)

FJórir ungir drengir fara af stað í leiðangur til að sjá lík ungs drengs sem þeir frétta að hafi látist. Þeir lenda í ýmsum ævintýrum á leiðinni og þurfa að vernda hvorn annan gegn gegni eldri drengja. 

 Forbes.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir