Selur prumpulyktina sína í krukkum og lenti á spítala

Raunveruleikastjarnan Stephanie Matto hefur upp á síðkastið grætt fúlgu fjár …
Raunveruleikastjarnan Stephanie Matto hefur upp á síðkastið grætt fúlgu fjár með því að selja krukkur með hennar eigin prumpi. Hún lenti þó á spítala á dögunum vegna verkja sem stöfuðu af því mataræði sem hún er á til að geta framleitt sem mest af krukkum. Skjáskot af instagram

Eva Ruža flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Haldið ykkur mjög fast núna. 

Raunveruleikastjarnan Stephanie Matto úr þáttunum „90 Day Fiancé“ lenti upp á spítala um daginn með miklar brjóstverki. Ástæðan verksins var stórkostleg ... eða þið vitið, þannig séð. 

Steph er nefnilega í rosa „business“ – en hún selur prumpulyktina sína í krukkum ... og ég grínast ekki. 

Hún er orðin moldrík á að prumpa í krukkur. Í krukkunni er lítið blómalauf sem grípur ilminn sem kemur úr bossanum, handskrifaður miði frá henni til þess sem kaupir og slaufa á krukkunni. 

Til þess að framleiða vindinn sem kemur úr neðri partinum hefur uppistaða í fæði hennar verið aðallega baunir og egg sem varð til þess að líkami hennar framkallaði þessa verki. 

Ég er ekki að segja ykkur lygasögu.

Ég veit ekki hvaða viðskiptahugmynd kemur hjá henni næst, en ég bíð spennt. Ætli hún fari að selja andfýlu næst? Læknirinn hennar hefur allavega reynt að segja henni að hætta með prumpið.
mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir