„Eina stelpan í Flensborg sem átti alltaf rosa mikinn pening“

Guðrún Árný heldur 90's ballöðutónleika í Hörpu í febrúar.
Guðrún Árný heldur 90's ballöðutónleika í Hörpu í febrúar. Ljósmynd/Aðsend

Nostalgían var allsráðandi þegar söngkonan Guðrún Árný Karlsdóttir mætti í Ísland vaknar en hún heldur 90's ballöðutónleika í 12. febrúar í Silfurbergi í Hörpu.

Hún rifjaði það þegar hún byrjaði að syngja á sviði, þegar hún var í menntaskóla, sem var einmitt á 90's tímabilinu. Var hún gjarnan kynnt sem „hin íslenska Celine Dion“ og tók þátt í sýningum m.a. á Hóteli Íslandi.

„Ég var eina stelpan í Flensborg sem átti alltaf rosa mikinn pening. Ég var alltaf að syngja einhvers staðar,“ sagði Guðrún hlæjandi í viðtalinu.

Stökkpallurinn út í tónlistarlífið

„Þetta var stökkpallurinn minn út í tónlistarlífið. Ég er svo þakklát fyrir allar þessar sýningar,“ sagði hún. 

Vinsælustu lögin frá tíunda áratug síðustu aldar komu til tals í þættinum og það hversu ólík  þau eru og tók Guðrún Árný lagabrot úr einu afar þekktu lagi. 

„Þessir tónleikar sem ég held í febrúar eru 90's tónleikar þar sem ég sameina þetta allt,“ sagði Guðrún Árný en á tónleikunum mun Guðrún taka margar vinsælustu ballöður fyrrnefnds tímabils og má nefna söngkonur eins og Christina Aguilera, Celine Dion og Whitney Houston auk Robbie Williams, Sinead O'Connor og Aerosmith. Hægt er að nálgast miða á Tix.is

Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu Árnýju í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir