Segja Kardashian/Jenner fjölskylduna skulda Woods afsökunarbeiðni

Twitter logar eftir afsökunarbeiðni Tristans Thompsonar til Khloé Kardashian og …
Twitter logar eftir afsökunarbeiðni Tristans Thompsonar til Khloé Kardashian og hafa margir bent á eldra mál, þar sem þáverandi besta vinkona Kylie Jenner, var útskúfað eftir að upp komast að hún og Tristan kysstust í partíi. Samsett mynd

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Litla vitleysan maður lifandi. 

Flestar fréttaveitur hafa nú birt afsökunarbeiðni Tristans Thompsons til Khloé Kardashian fyrir að hafa nú eignast barn með annarri konu, sem kom undir þegar hann var enn með Khloé. 

Twitter tók að sjálfsögðu strax við sér og umfjöllunarefnið er, jah, Jordyn Woods. En Jordyn var besta vinkona Kylie, og gerði þau mistök að kyssa Tristan í partíi fyrir þremur árum.

Kardashian/Jenner-fjölskyldan batt enda á þann vinskap fyrir Khloé og Tristan og Jordyn var dregin um í leðjunni á samfélagsmiðlum í kjölfarið. 

Nú bera „tvítarar“ Jordyn heldur betur á höndum sér og benda Kardashian-fjöllunni á að þar hafi þau fórnað gulli fyrir drullumallið sem hann Tristan hefur sýnt að hann sé. 

Ég missti andlitið í gærmorgun þegar ég las þessa blessuðu opinberu afsökunarbeiðni Tristans og hugsaði honum þegjandi þörfina. 

Hann er bara „sorrí“ því það komst upp um hann. 

En frá Tristan förum við til Íslands og vil ég tilkynna ykkur það að ég á afmæli í dag. 

Já, ég er að misnota aðstöðu mína og geri það stolt. 

Enda afmælisbarn. 

Þá má maður allt. Tek við hamingjuóskum á instagram – og ef einhver vill gefa mér pakka, þá má það líka. 

View this post on Instagram

A post shared by TMZ (@tmz_tv)
mbl.is

#taktubetrimyndir