Sonur Cannons látinn aðeins fimm mánaða gamall

Nick Cannon hefur misst son sinn, hinn fimm mánaða Zen. …
Nick Cannon hefur misst son sinn, hinn fimm mánaða Zen. Hann greindi frá þessu í spjallþætti sínum. Skjáskot

Nick Cannon greindi frá því í spjallþætti sínum í gær að yngsti sonur hans, hinn fimm mánaða gamli Zen, væri látinn.

Zen greindist með krabbamein í höfði þegar hann var tveggja mánaða og hafði farið síversnandi.

Nick sagði að síðustu daga hefði hann dvalið í Kaliforníu með syni sínum og meðal annars gengið með hann niður á strönd þar sem þeir áttu fallega stund saman.

Stuttu seinna lést Zen.

Nick brotnaði niður í þættinum þegar hann sagði frá þessum harmafregnum, skiljanlega.

Zen var sjöunda barn Nicks, en hann átti hann með fyrirsætunni Alyssu Scott.

Við hér á K100 sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur vestur um haf.

View this post on Instagram

A post shared by NICK CANNON (@nickcannon)


mbl.is

#taktubetrimyndir