Kris Jenner sögð hafa augastað á Miss Universe

Kris Jenner er sögð hafa augastað á Miss Universe fegurðarsamkeppninni.
Kris Jenner er sögð hafa augastað á Miss Universe fegurðarsamkeppninni. Samsett ljósmynd/AFP

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Ég datt inn á frétt í gær þar sem rætt var um að Kris Jenner, konan sem stýrir Kardashian-veldinu, væri áhugasöm um að kaupa fegurðarsamkeppnina Miss Universe. 

Miss Universe er í eigu IMG og Endeavor, og í ár er keppnin haldin í sjötugasta sinn. IMG og Endeavor eru sögð vilja losa sig frá keppninni og hafa Kris og Ryan Seacrest verið nefnd meðal þeirra sem hafa hug á að taka þessa keppni að sér.

Miss Universe er stærsta fegurðarsamkeppni í heimi í dag og um þessar mundir eru keppendur alls staðar að úr heiminum að undirbúa sig fyrir lokakvöldið sem haldið verður í Eilat í Ísrael næstkomandi helgi. 

Við eigum að sjálfsögðu okkar fulltrúa á sviðinu, en Elísa Gróa var krýnd Miss Universe Iceland í haust. 

Ég hef verið kynnir á þessari keppni hér á landi frá upphafi, eða árinu 2016, og sem mikill Kardashian-aðdáandi er ég spenntari en allir fyrir þessum sögusögnum. 


View this post on Instagram

A post shared by 🌟 Eva Ruza🌟 (@evaruza)



mbl.is

#taktubetrimyndir