Ofurfyrirsæta bjargaði risaskjaldböku

Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen bjargaði skjaldböku á ströndinni.
Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen bjargaði skjaldböku á ströndinni. Skjáskot

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Ding dong Hollywood er mætt aftur eftir smá Tenerife frí!
Spennið beltin og ég sigli ykkur af stað.

Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen var í göngutúr á ströndinni með hundinn sinn um helgina þegar hundurinn hennar byrjaði allt í einu að gelta.
Gisele rak þau augun í risaskjaldböku sem var flækt í neti og rusli og hafði strandað á hvolfi.
Skjaldbökugreyið gat sig hvergi hreyft og var farið að draga mjög úr henni.
Gisele tók sig til og losaði skjaldbökuna,en hún átti i erfiðleikum með að mjaka sér í átt að sjónum.

Gisele notaði þá krafta sína og lyfti upp níðþungri skjaldbökunni og gekk með hana nær sjónum, þar sem hún gat sjálf komið sér út.
Gisele Bündchen.
Gisele Bündchen. AFP

Gisele sagði á instagram að þessi sjón, að sjá þetta tilkomumikla dýr fast í netarusli hafi gert hana hugsi um mengunina sem er komin í sjóinn og við ættum öll að taka okkur til og passa hvar við losum okkar rusl.
Ég er sammála henni!

View this post on Instagram

A post shared by Gisele Bündchen (@gisele)


mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir