Manuela er komin með inngönguleyfi: „Einn stór kvíðahnútur“

Manuela er fegin því að hafa loks fengið inngönguleyfi til …
Manuela er fegin því að hafa loks fengið inngönguleyfi til Ísrael en á laugardag, þegar hún var í viðtali um ferðina við Helgarútgáfuna, vissi hún ekki hvort hún fengi leyfið í tæka tíð fyrir ferðina en hún flýgur til Parísar í dag og þaðan til Ísrael á miðvikudag. Miss Universe fegurðarsamkeppnin verður haldin þar 12. desember. K100

Manuela Ósk Harðardóttir, athafnakonan og skipuleggjandi Miss Universe-fegurðarsamkeppninnar á Íslandi, flýgur til Ísrael á miðvikudag þar sem fegurðarsamkeppnin fer fram.

Hún ræddi um keppnina í beinni frá Austurvelli í Helgarútgáfunni á laugardag og sagði ferðina hafa verið einn stóran kvíðahnút enda lokuðu Ísraelar landamærunum í lok síðasta mánaðar vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar – en keppnin mun fara fram í Ísrael 12. desember. Var planið að fljúga til Parísar í dag, mánudag og þaðan til Ísrael á miðvikudag.

Sagði hún frá því í viðtalinu að Miss Universe samtökin hafi nýlega gefið það út að sérstök inngönguleyfi hafi verið gefin fyrir þá sem tengdust keppninni til að hleypa þeim inn í landið. Manuela greindi frá því á instagram í gær að inngönguleyfið hefði loksins borist henni í gær.

„Það mátti ekki tæpara standa,“ sagði hún í story hjá sér þar sem hún birti mynd af ferðatöskum.

Elísa Gróa Steinþórsdóttir, sem keppir fyrir hönd Íslands í keppninni, er þegar komin til landsins og segir Manuela hana hafa staðið sig gríðarlega vel. Eins og áður kom fram mun keppnin fara fram í Eilat í Ísrael 12. desember næstkomandi. 

Hlustaðu á allt viðtalið við Manuelu í spilaranum hér að neðan.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir