Hið upprunalega Ómíkron-skrímsli vekur athygli

Lrrr af plánetunni Omicron persei 8 er harður í horn …
Lrrr af plánetunni Omicron persei 8 er harður í horn að taka, rétt eins og nýjasta afbrigði kórónuveirunnar. Skjáskot úr Futurama

Nýjasta afbrigði kórónuveirunnar er nú á allra vörum, hið bráðsmitandi og dularfulla Ómíkron-afbrigði sem þegar hefur borist til landsins.

Veiran er þó ekki það fyrsta sem aðdáendur sjónvarpsþáttanna Futurama hugsa um þegar þeir heyra orðið Ómíkron og má segja að Twitter hafi logað hjá þessum tiltekna hópi í kjölfar þess að afbrigðinu var gefið nafn. 

Það vill svo skemmtilega til að einn aðal illvirkinn í Futurama þáttunum, skrímslið Lrrr, kemur frá plánetunni Omicron Persei 8. 

Persónan er sköpuð af manninum á bak við Futurama, Matt Groening, sem er einnig skapari þáttanna um Simpson fjölskyldunnar.

Hér má kynnast skrímslinu Lrrr frá plánetunni Omicron Persei 8.

 mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir