Eignaðist barn með einkaþjálfara

Tristan Thompson virðist hafa barnað aðra konu á meðan hann …
Tristan Thompson virðist hafa barnað aðra konu á meðan hann og Khloé Kardashian voru enn saman.
Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.
Jesús Kristur ég er brjáluð i skapinu núna. Haldið þið ekki að manndurgurinn Tristan Thompson, sem er barnsfaðir Khloé Kardashian, sé ekki orðinn faðir í þriðja sinn.

„Af hverju er Eva brjáluð?“ veltið þið kannski fyrir ykkur.
 
Nú það er vegna þess að hann barnaði einkaþjálfara frá Minnesota, Maralee Nicole, þegar hann fagnaði þrítugsafmæli sínu fyrr á þessu ári – og var þá byrjaður aftur með Khloé, sem var að gefa honum séns númer 100.

Ég var mikið búin að velta fyrir mér af hverju Khloé væri svona lítið virk á gramminu, og núna veit ég af hverju. Enn ein blaut tuskan var að slengjast í andlitið á henni.
Ég ætla rétt að vona að hún gefi honum enga fleiri sénsa í þessu lífi.

Ekki nóg með það, heldur sendi Tristan víst þessari nýju barnsmóður sinni semí hótun, þar sem hann sagði henni að það væri best að hún tæki við peningnum sem hann væri að bjóða henni, því hann ætlaði ekki að tengjast þessu barni né henni á nokkurn annan hátt.

Mig langar smá til að sparka i sköflunginn á honum ... ég meina það. Ekki fast, en samt smá.
 
Maralee Nicole hefur nú fætt barnið og gaf því eftirnafn Tristans, sem hlýtur að vera sjokker fyrir kappann.
Og ekki nóg með það heldur er millinafn stúlkunnar „Kash“ – sem gæti verið semí vísun í Kardashian-fjölskylduna.

View this post on Instagram

A post shared by Comment Media (@litconvos)


View this post on Instagram

A post shared by Daily Mail (@dailymail)
mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir