Camilla sýndi slitin: „Þau eru bara ofboðslega falleg“

Camilla Rut deildi fallegri mynd af sér á samfélagsmiðla þar …
Camilla Rut deildi fallegri mynd af sér á samfélagsmiðla þar sem sjá má glitta í slit á maga hennar. Skjáskot af instagramsíðu Camillu Rutar @camillarut

„Mér finnst mikilvægt að við höfum ekkert til að skammast okkur fyrir. Það eru bara ofboðslega margar konur sem skammast sín fyrir slitin og vilja fela þau,“ segir Camilla Rut athafnakona og áhrifavaldur í samtali við Ísland vaknar á K100 í morgun en hún sýndi sín eigin slit í fallegri mynd sem hún deildi á instagram um helgina. 

View this post on Instagram

A post shared by CAMY (@camillarut)

Camilla sem er með yfir 30 þúsund fylgjendur á fyrrnefndum miðli segist taka ábyrgð á stöðunni sem hún er í sem áhrifavaldur.

„Ég veit að ef ég get tekið þátt í að sýna einhvers konar hluti og vera partur af því að normalísera þá, þá geri ég það,“ sagði Camilla sem sjálf segir fólk oft ekki skilja hvað slit eru. 

Benti hún á að margir fengu slit aðal lega vegna hormóna.

„Til dæmis fékk ég lítið af slitum þegar ég gekk með yngri strákinn, á fyrstu meðgöngu. Ég fékk flest slitin sólarhring eftir að ég átti. Þetta er bara hormónastarfsemin. Svo er það líka það að það er að teygjast á húðinni og kúlan og allt það,“ sagði Camilla í þættinum.

Hlustaðu á allt spjallið við Camillu hér að neðan.

 

 

mbl.is

#taktubetrimyndir